top of page

    Ömmukossar

    • Writer: Baldur Sverrisson
      Baldur Sverrisson
    • Dec 9, 2018
    • 1 min read

    Updated: Nov 5, 2020

    Ég var að velta því fyrir mér hvaða smákökur ég ætti að gera fyrir jólin og þá mundi ég eftir hvað ég fékk alltaf góða mömmukossa hjá ömmu þegar ég var lítill. Ég fór því til hennar og fékk að grúska í uppskriftunum hennar og fann meðal annars þessa uppskrift. Þessar kökur eru mjúkar en samt ekki of, þó það sé vissulega hægt að hafa þær stökkar ef menn kjósa það.


    Hráefni

    Kökur

    • Hveiti 250g

    • Smjör 106g

    • Púðursykur 106g

    • Kanill ½ teskeið

    • Engifer ½ teskeið

    • Sýróp 4 msk

    • Egg 1 stk

    • Matarsódi 1 tsk

    • Lyftiduft ¼ tsk

    Krem

    • Smjör 100g

    • Flórsykur 75g

    • Rjómi 2 msk

    • Vanilludropar ½ tsk

    Aðferð

    1. Öllu í kökurnar hrært saman

    2. Degið er flatt út þunnt með hveiti og kökur skornar út. Degið sem verður afgangs er síðan hnoðað saman aftur og flatt út eins oft og þörf er á

    3. Kökurnar eru bakaðar við 180°c í ca 8 mínútur og látnar kólna

    4. Kremið er síðan hrært saman og og því smurt á köku og svo önnur sett ofaná líkt og í samloku



    1 Comment


    kathleen.imanishi
    Dec 16, 2021

    Takk fyrir! I tasted some in Iceland and love them. Thank you for posting your recipe ❤️❤️❤️🌷🌷🌷!!!

    Like
    • Facebook
    bottom of page