top of page

    Vegan Baileys

    • Writer: Baldur Sverrisson
      Baldur Sverrisson
    • Jan 16, 2020
    • 1 min read

    Updated: Mar 12, 2020

    Þegar ég ákvað að gera vegan Baileys fyrir veganúar var ég strax viss um að ég vildi ekki gera vegan útgáfu af minni hefðbundnu Baileys uppskrift. Ég ákvað að hafa dýpra súkkulaði bragð og að leyfa hnetunum að njóta sín. Það er lykilatriði að kaupa ekki of dýrt viský því það er peningasóun, dýrt viský er til að njóta eitt og sér og ódýrt er í kokteila.


    Hráefni

    • Möndlumjólk 3 bollar ( má líka nota aðra vegan mjólk, fer eftir hvaða bragð þið viljið)

    • Sykur 200g

    • Kasjúhnetur 80g

    • Vatn 200g

    • Vanilludropar 1 tsk

    • Hlynsýróp 1 msk

    • Viský 250

    • Súkkulaði að eigin vali 200-250g

    • Salt 2 tsk

    Aðferð

    1. Setjið möndlumjólk og sykur saman í pott og hitið á vægum hita þar til sykurinn er búinn að leysast upp. Hækið þá hitan á miðlungs og látið suðuna koma upp. Leyfið blöndunni síðan að malla í 1 klst, setjið í skál og kælið alveg. Ef það myndast skán ofaná er betra að taka hana burt með skeið.

    2. Þegar blandan er að kólna setjið þið saman í blandara kasjúhnetur, vatn, vanilludropa og hlynsýróp og blandið vel saman.

    3. Takið því næst helming af kasjúmjólkinni og setjið í pott ásamt súkkulaðinu og bræðið

    4. Að lokum blandið þið öllu vandlega saman og hellið í glerflöskur.

    Baileysinn geymist í frysti. Hann er oft örlítið of þykkur þegar hann er tekinn úr frysti en er vanalega alveg þiðinn á þeim tíma sem það tekur ykkur að sækja glös.



    Comments


    • Facebook
    bottom of page