Vanillu Ostakaka með Oreo botni
- Baldur Sverrisson
- Mar 11, 2021
- 1 min read
Það má segja að nú sé hafin aðventa páska, búðir eru fullar af páskaeggjum og fólk er farið að ræða ferðalög um páskana. Annað sem á einstaklega vel við á þessum tíma eru ostakökur. Þessi vanillu ostakaka á því vel við á næstu vikum og jafnvel restina af árinu líka.
Hráefni
Oreo 16 kökur
Smjör 130g
Mascarpone ostur 200g
Rjómaostur 320g
Vanillustöng 1-2 stangir eftir stærð
Sykur 100g
Egg 3 stk
Aðferð
Myljið kexið niður, bræðið smjörið og blandið saman
Setjið bökunarpappír í botninn á hringlóttu smellumóti (25cm)
Setjið kexblönduna í botninn og látið ná upp með hliðunum
Skerið vanillustöngina langsum og takið fræin úr og blandið saman við restina af hráefnunum.
Hellið blöndunni í formið
Bakið í 160°C heitum ofni með blæstri í 45 mínútur
Eftir 45 mínútur er kakan skilin eftir inní ofni, slökkt á honum og rifa opnuð og kakan geymd þar í lágmark klst og þaðan inní ísskáp þar til hún er borin fram
Berið fram með til dæmis ferskum berjum, karamellusósu og rjóma

Comments