top of page

    Súrdeigspönnupizza

    • Writer: Baldur Sverrisson
      Baldur Sverrisson
    • Apr 3, 2020
    • 1 min read

    Þessi uppskrift er tvist á venjulegu pizzuuppskriftina mína sem ég byrjaði að gera þegar ég eignaðist steypujárnpönnuna mína. Þessi uppskrift er tileinkuð uppáhalds hjúkrunarfræðingsins míns, mömmu, sem elskar pönnupizzu.

    Uppskrift

    Sama deig og fyrir súrdeigspizzu

    Hálf uppskrift fyrir eina pizzu

    Aðferð

    1. Undirbúið deigið eins og fyrir súrdeigspizzu fram að skrefi 4 nema skiptið deiginu í 2 parta.

    2. Setjið slatta af smjöri á steypujárnspönnu og bræðið.

    3. Fletjið neðri botninn út. Þið getið notað þá aðferð sem hentar ykkur best en ég mæli með að setja hnúfana undir og snúa þannig að pizzan falli undan sínum eigin þunga.

    4. Leggjið fyrsta deigið á pönnu og setjið ost ofan á .

    5. Fletjið seinni botninn út og leggjið ofaná og setjið álegg á.

    6. Setjið inní 250 gráðu heitan ofn í 20 mínútur og leyfið að kólna örlítið áður en þið berið fram.




    Comentarios


    • Facebook
    bottom of page