Súrdeigspizzasnúðar
- Baldur Sverrisson
- Nov 14, 2019
- 1 min read
Updated: Apr 26, 2020
Grunnurinn að góðum bakara er að kunna að baka bollur, skinkuhorn og pizzasnúða. Þessi uppskrift er eins einföld og súrdeigsuppskrift verður og það er mjög þæginlegt að eiga þessa snúða í frysti til að grípa í.
Hráefni
Súrdeigsgrunnur sem stenst flotprófið 100g
Vatn 350 g
Hveiti 300 g
Heilhveiti 300 g
Salt 5g
Við mælum með ofaná snúðana
Ostur
Mexíkóostur
Cheddar
Pepperóní
Aðferð
Hnoðið saman öllum hráefnum nema salti og leyfið að standa í 40 mínútur
Bætið saltinu útí og hnoðið þar til deigið er til. Setjið deigið síðan í ísskáp og geymið í 2-3 daga
Fletjið deigið út og setjið ofaná t.d. pizzasósu, pepperóní, ost og skinku.
Rúllið deiginu upp og skerið í snúða. Ég mæli með að nota tvinna svo snúðarnir haldi formi sínu
Bakið við blástur og 220°C í ca 12-15 mínútur fer eftir stærð snúðana

Comments