top of page
Writer's pictureBaldur Sverrisson

Súrdeigsbollur: Með tómötum, basil og mozarella

Updated: Aug 3


Ég byggði þessa uppskrift á vinsælu bruschettunum með sömu bragðtegundunum, Ég skipti þó tómötunum út fyrir sólþurrkaða tómata til að ná fram betra bragð. Ég geymi bollurnar í frysti of tek upp og hita í ofni í 25-30 mínútur áður en ég ber þetta fram. Uppskriftin er fyrir 16 stórar bollur eða smábrauð.


Hráefni

  • Hveiti 250 g

  • Heilhveiti 100 g

  • Rúgmjöl 50 g

  • Salt 3g

  • Súrdeigsgrunnur 160 ml

  • Vatn 200 ml

  • Olía af sólþurrkuðum tómötum 30 ml

  • Basilika (fersk) 1 búnt

  • Mozarella perlur ½ - 1 dolla eftir smekk


Aðferð

1. Blandið öllum hráefnunum í skál nema basilikuna og mozarellaostinn

2. Hnoðið annaðhvort með höndunum eða í hrærivél þar til degið stenst rúðuprófið

3. Látið degið þá hefast í 4 klst

4. Serið niður ostinn og basilkuna í stærð eftir smekk5.

5. Skiptið deginu í 16 jafna hluta og hnoðið basilikunni og ostinum saman við hverja fyrir sig og mótið bollur

6. Látið bollurnar hefast í 40 mínútur á bökunarplötu

7. Bakið í 30-35 mínútur




Comments


bottom of page