top of page

    Síðasta súkkulaðibitaköku uppskrift sem þú munt nokkruntíman þurfa

    • Writer: Baldur Sverrisson
      Baldur Sverrisson
    • Nov 28, 2019
    • 2 min read

    Updated: Mar 27, 2020

    Ég hef aldrei hitt manneskju sem elskar ekki súkkulaðibitakökur. Súkkulaðibitakaka og súkkulaðibitakaka er hinsvegar ekki það sama. Sumar kökur eru stökkar og harðar, aðrar eru mjúkar og sumar ná einhverskonar jafnvægi þarna á milli. Ég setti mér það markmið undir lok síðasta sumars að ná að gera hina fullkomnu súkkulaðibita köku. Það fyrsta sem ég gerði var að leggjast í lestur og þar að auki horfði ég á fullt af myndböndum og lærði þar með hvaða áhrif hvert einasta hráefni hefur útkomuna t.d. hvernig áhrif mismunandi sykur hefur og mikilvægi þess að leyfa deiginu að hvílast inní ískáp amk yfir nótt og helst enn lengur. Þessar kökur eru með örlítið stökkt bit en eru mjúkar í miðjunni alveg eins og ég vildi hafa þær og geymast best í frysti. Ef þið eruð matarnördar og hafið sama áhuga og ég á áhrifum hvers hráefnis þá er hér mjög áhugaverð lesning. En ef þið hafið einungis áhuga á geggjuðum smákökum þá er uppkriftin hér:


    Hráefni


    • Smjör 240g

    • Klaki 1 stk

    • Egg stk

    • Eggjarauður 2 stk

    • Hvítur sykur 100g

    • Vanilludropar 1 tsk

    • Púðursykur 180g

    • Próteinríkt hveiti 260g (blátt hveiti)

    • Salt 6g

    • Lyftiduft 1 tsk

    • Súkkulaði að eigin vali 250g


    Aðferð


    1. Setjið smjörið á pönnuna og stillið á háan hita. Hrærið þar til það hefur bráðnað og leyfið síðan að malla þar til það er orðið gullinbrúnt. Hrærið stöku sinnum á meðan. Hellið smjörinu síðan í skál og setjið klaka útí, leyfið smjörinu og kólna í ísskáp meðan eggin eru þeytt.

    2. Þeytið saman egg, sykur og vanilludropa þar til blandan verður marengskennd, ca 5 mínútur.

    3. Þurrefnin eru þar næst mæld og þeim blandað saman í skál.

    4. Þegar smjörið hefur kólnað og er við það að ná stofuhita er púðursykurinn setur saman við. Skiptið þeytaranum út fyrir hrærarann og setjið hvert eftir öðru smjörblönduna, hveitiblönduna og súkkulaðið. Hrærið varlega það sem þetta á ekki að blandast mikið saman. Má jafnvel hræra undir lokin með sleif

    5. Setjið í ísskáp og geymið að lágmarki yfir nótt, helst sólarhring

    6. Takið úr ísskáp og myndið kúlur með skeið eða ísskeið og setjið ínní 200°C í 11-12 mínútur

    Kökurnar geymast best í frysti.



    Comments


    • Facebook
    bottom of page