top of page
Writer's pictureBaldur Sverrisson

Stökkar kartöfluskífur með osti

Updated: Dec 6, 2023


Þessi uppskrift kom því til að við vorum að reyna að koma smá túrmeriki í matinn okkar og að reyna að ná fram stökkum og góðum kartöflum. Úr varð einfaldur og góður kartöfluréttur. Uppskriftin er fyrir ca 5 manns.


Hráefni


  • Kartöflur 1 kg

  • Túrmerik 4 tsk

  • Paprikukrydd 5 tsk

  • Ostur (við notum helst camenbert eða annan hvítmygluost) 1/2 stk

  • Salt og pipar

  • Olía

Aðferð


  • Skerið kartöflurnar niður í þunnar sneiðar

  • Veltið kartöfluskífunum uppúr smá olíu og kryddunum

  • Setjið inní ofn við 180° og hrærið reglulega svo skífurnar brúnist jafnt. Gott er að setja nokkrar smjörklípur með. Tekur um það bil klukkutíma að bakast.

  • Þegar um það bil 10 mín eru eftir af eldunartímanum stráið ostabitum yfir og hrærið saman við. Notast má einnig við heimilost og raspa hann þá yfir.

  • Setjið á grill á ofninum seinustu 5 mín til að ná vel brúnuðu




Comments


bottom of page