Ég fékk þess hugmynd einhverntíman þegar að ég var að vafra á netinu að horfa á matarmyndbönd eins og ég á til að gera og þetta varð í rauninni kveikjan að því að ég ákvað að gera fyrstu tilraun með að gera súrdeigssmjördeig. Þetta virkar bæði sem sætabrauð í kaffinu og líka sem eftirréttur og passar einkar vel með ís. Kakan er þó alls ekki flókin heldur fljótgert. Auðvitað má alveg stytta sér leið og kaupa tilbúið smjördeig en ég mæli eindregið með því að gera tilraun með að gera sitt eigið smjördeig, þessi uppskrift krefst ca ¼ af smjördeigsuppskriftinni minni
Hráefni
Smjördeig annað hvort ¼ súrdeigssmjördeig eða 1 pakki af smjördeigi.
Fylling
· Rjómaostur 300g
· Hlynsýróp 3 msk
· Vanilludropar 1 tsk
· Kanill 3 tsk
· Púðursykur 2 msk
Til að bera á
· Brætt smjör 2 msk
· Púðursykur 1 msk
· Kanill 2 tsk
Glassúr
· Hlynsýróp 1 msk
· Flórsykur 2 ½ msk
· Vatn 1 msk
· Kanill ½ tsk
Aðferð
1. Þeytið saman öllum hráefnunum í fyllinguna
2. Fletjið degið út 3mm á þykkt og 44x35cm á stærð
3. Setjið frekar þykka línu af fyllingu neðst á skammhliðina t.d. með sprautupoka. Rúllið upp þannig að fyllingin sé lokuð inní en passið að rúlla ekki öllu deiginu upp líkt og kanilsnúð. Lokið aðeins fyllinguna inní og skerið deigið þar sem fyllta rúllan endar og endurtakið. Þið ættuð að enda með amk 6 fylltar rúllur en það ferið auðvitað eftir því hve mikla fyllingu þið setjið í hverja.
4. Myndið snúð úr rúllunum og passið vel að festa alla enda vel saman
5. Plandið saman bræddu smjöri, púðursykri og kanil og penslið snúðinn
6. Setjið inní ofn á 180°c í 30-35 mínútur
7. Græið glassúrinn á meðan með að blanda öllum hráefnunum saman og dreifið síðan yfir snúðinn þegar hann kemur úr ofninum.
Comments