Rjómalöguð sveppasósa fyrir matarboðið
- Baldur Sverrisson
- Apr 12, 2019
- 1 min read
Updated: Aug 2, 2024
Mér finnst rjómalöguð sveppasósa alger snilld, en hafði þó aldrei lært að gera góða. Þessi sósa er einmitt það bragð sem ég var með í huga þegar ég hófst handa við að búa til uppskriftina og myndi ég segja að hún passaði vel með hverju sem er og hafa dómar fjölskyldumeðlima verið einróma góðir.
Hráefni
Sveppir 250 g (mæli með að blanda saman tegundum)
Hvítlaukur 2 geirar
Skarlottulaukur 2 stk
Smjör 40 g
Salt og pipar
Hvítvín 1 1/2 dl
Kjötkraftur 1 stk
Vatn 1 dl
Rjómi 2 dl
Villisveppaostur 1/2 ostur
Aðferð
Skerið sveppina í stórar sneiðar en laukinn og hvítlaukinn smátt
Setjið olíu á pönnu og bætið sveppum, lauk, hvítlauk og smjöri útá
Kryddið með salt og pipar og steikið á miðlungs hita í ca 10 mínútur
Bætið síðan hvítvíninu útí og látið sjóða í smá stund
Leysið kjötteningin upp í sjóðandi vatni og bætið útá pönnuna
Þegar sósan hefur náð suðu aftur er rjómanum bætt útí ásamt því að villisveppaosturinn er rifinn útí
Sósan er látin sjóða þar til hún nær þeirri þykkt sem þið kjósið, hægt er að þynna hana út með meira hvítvíni og rjóma eða mjólk.

Kommentare