top of page
Writer's pictureBaldur Sverrisson

Innbakaður pestó-kjúklingur

Updated: Aug 1, 2019

Ég elska þennan rétt, hann er svo einfaldur. Auðvitað geri ég allt í henni frá grunni en pestóið er hægt að græja nokkrum dögum áður (eða auðvitað kaupa tilbúið pestó) og smjördeigið mörgum mánuðum áður og geyma í frysti (já eða kaupa það líka). Þetta er réttur sem lítur út fyrir og bragðast eins og hann sé mjög flókinn og mikið haft fyrir honum en í rauninni er hægt að græja þennan rétt á hálftíma, t.d. ef það koma óvænt gestir eða steikinn sem átti að bjóða gestunum í brennur. Við höfum aðeins prófað uppskriftina með heimagerðum hráefnum en það er um að gera að prófa sig áfram t.d með grænu pestói í stað rauðs.

Hráefni

Aðferð

  1. Berjið kjúklingabringurnar niður svo þær séu jafn þykkar allsstaðar

  2. Skiptið pestóinu jafnt á bringurnar og dreifið jöfnu lagi ofaná

  3. Fletjið út og skerið deigið í ræmur og leggjið ofáná brinngurnar

  4. Penslið smjördeigið og eldið í ofni við 180°C og blæstri í 20-25 mínútur


Commentaires


bottom of page