top of page

    Letikartöflur í sparibúningi

    • Writer: Baldur Sverrisson
      Baldur Sverrisson
    • Aug 29, 2019
    • 1 min read

    Updated: Dec 6, 2023

    Mér finnst svo gaman að elda kartöflur. Það er svo margt hægt að gera við þær. Þær passa með flest öllu og eru seðjandi. Þessi uppskrift er svo þægileg að henda í þegar maður vill bjóða uppá eitthvað öðruvísi. Hún krefst lítillar vinnu en gefur kartöflunum mikið og skemmtilegt bragð sem er æði þegar þarf að elda fyrir marga.


    Hráefni

    • 0,5 kg kartöflur

    • 2 msk ólífuolía

    • 50 g smjör

    • 1 pakki hreinn fetaostur

    • ½ krukka sólþurrkaðir tómatar

    • 1 hnefi fersk basilika rúmlega

    Aðferð

    1. Setjið kartöflur á bökunarplötu ásamt olíu og smjöri inní ofn á 180°C

    2. Myljid ferska fetaostinn og skerið basilikuna niður

    3. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar (ca 30-40mín), setjið þið afganginn af hráefnunum á bökunarplötuna og blandið öllu vel saman þar á og bakið áfram í 3-5 mínútur


    Comments


    • Facebook
    bottom of page