Í janúar eru margir sem taka þátt í Veganúar og ætlum við að taka þátt með því að deila vikulega veganuppskriftum sem okkur finnast góðar. Þetta verður blanda af alskonar, sumt kunnulegt annað óvæntara. Fyrsta uppskriftin er af kartöflutacos sem er réttur sem ég rakst óvart á þegar ég var að horfa á enn eitt matreiðslumyndbandið á youtube. Þetta er bæði sniðugur kvöld og/eða hádegismatur sem og frábært nesti.
Hráefni
Kartöflur 500g
Hvítvínsedik 3 msk
Salt klípa
Sesamolía 1 msk
Ólívuolía 2 msk
Olía 1 msk
Paprika 2 tsk
Cayane pipar 1 tsk
Gram Masala 1/4 tsk
Hvítlauksduft 1 tsk
Pipar 1/2 tsk
Salt 1 tsk
Sósa
Kjúklingabaunir 1 dós
Tómatur 1 stk
Rauðlaukur 1/2
Safi úr hálfu lime
Tabasco 2-7 dropar eftir smekk
Salt og pipar
Aðferð
Flysjið kartöflurnar og skerið í teninga
Setjið í pott með köldu vatni ásamt ediki og salti og látið suðuna koma upp.
Sjóðið í 10 mínútur
Hellið vatninu af kartöflunum og setjið þær síðan á bökunarplötu og látið kólna alveg
Blandið saman olíunum og kryddunum og setjið á heita pönnu í 1 mínútu áður en þið bætið kartöflunum útá. Reynið að snúa kartöflunum sem minnst því við viljum að þær verði stökkar. Steikið í 20 mínútur
Á meðan kartöflunar verða stökkar setjið þá öll hráefnin fyrir sósuna í matvinnsluvél og blandið saman og smakkið til með salti, pipar og tabasco. Munið að geyma safan af kjúklingabaununum til að nota í aðra rétti.
Raðið í taco skeljar eða tortillur ásamt grænmeti að eigin vali
Comments