top of page

    Hollur súkkulaðibúðingur úr avakadó

    • Writer: Baldur Sverrisson
      Baldur Sverrisson
    • Jan 12, 2019
    • 1 min read

    Updated: Dec 6, 2023


    Ég strái oft kakónibbum, kókos og ávöxtum s.s bláberjum yfir og borðaði þetta með chiagraut líka um daginn. Hann endist í svona 2 daga ca.


    Hráefni


    • 1 avakadó

    • 2 bananar

    • 2 msk kakó

    • 3 döðlur

    • 1/2 vanilludropar

    • Salt af hnífsoddi

    Ef ekki eru til döðlur eða aðeins 1 banani má nota dass af hunangi í staðinn, mikilvægt að smakka það til.


    Aðferð


    1. Leggja skal döðlurnar í bleyti (soðið vatn ef þið viljið flýta ferlinu) í 20-30 mín eða þar til þær eru orðnar mjúkar

    2. Takið döðlurnar úr vatninu og setjið allt saman í blandara

    3. Smakkið til hvort þurfi meira kakó eða sætu

    4. Gott er að setja búðinginn inní ísskáp og leyfa honum að stirðna en ekki nauðsynlegt.






    Commentaires


    • Facebook
    bottom of page