top of page
Writer's pictureBaldur Sverrisson

Grænmetishrísgrjón með villisveppaosti

Updated: Dec 6, 2023

Við elskum hrísgrjónarétti. Það er svo auðvelt að skella í þá og gera mismunandi útgáfur. Ódýrir, þægilegir og hægt að nota bæði afgangshrísgrjón eða sjóða ný svo er hægt að henda bara því grænmeti með sem maður á til. Þetta er ein útgáfa sem okkur finnst gott að henda í enda bætir ostur allt. Þessi uppskrift miðast fyrir 2.


Hráefni


  • 1 bolli (2,5 dL) ósoðin hrísgrjón

  • 1/4 stk villisveppaostur

  • 1 stk kjúklinga eða grænmetisteningur

  • 1/4 stk brokkolíhaus

  • 2 stk gulrætur

  • 1/2 stk paprika

  • 1/2 stk laukur

  • Annað grænmeti sem vill

  • 1 msk smjör

  • 1 tsk paprikukrydd

  • 1 tsk túrmerik


Aðferð


  1. Byrjið á því að sjóða hrísgrjónin ef ekki á að nota afgangshrísgrjón

  2. Skerið niður grænmetið, mér finnst gott að hafa það frekar í minni bitum en stærri en það er smekksatriði.

  3. Hitið pönnuna því næst á miðlungshita með olíu.

  4. Bætið paprikukryddi og túrmeriki á pönnuna og steikið þar til byrjar að ilma. Kryddið ætti að dreifast vel í olíunni en ekki kekkjast svo passið að næg olía sé án þess að fylla botninn á pönnunni alveg.

  5. Bætið grænmetinu útá pönnuna þegar kryddin byrja að ilma. Steikið þar til grænmetið byrjar að mýkjast.

  6. Bætið því næst smjöri og grænmetistengingnum útá pönnuna með grænmetinu og látið teninginn leysast upp.

  7. Þegar teningurinn hefur leyst upp bætið hrísgrjónunum útá pönnuna og blandið öllu saman. Ef þolinmæði og tími er til staðar er gott að leyfa öllu liggja um stund á pönnunni og þá verða hrísgrjónin stökk.

  8. Raspið loks villisveppaostinn út á pönnuna með hrísgrjónablöndunni og smakkið til með salti, pipar og meiri osti ef vill.




Comments


bottom of page