top of page
Writer's pictureBaldur Sverrisson

Grunn súrdeigsbrauð

Fólk sem hefur áhuga á að byrja á súrdeigsgerð spyr mig oft útí hvernig á að byrja. Ég hef því ákveðið að vera hér með ítarlega uppskrift sem ætti að útskýra flest frekar vel. Í Þessari uppskrift er gert ráð fyrir að einungis sé notað hvítt brauðhveiti sem er eitthvað sem ég geri nánast aldrei því ég blanda alltaf saman mjöltegundum til að ná fram sem bestu bragði. Svo er súrdeigsmóðirin okkar hún Guðríður byggð á rúgmjöli sem gefur einstaktan karamellukeim í brauðið. Þegar þið eruð komin með grunnbrauðið á hreint og viljið fara að bæta meiru í brauðið er gott að leggja á minnið að ef þið notið blaut hráefni t.d. sólþurrkaða tómata, döðlur og epli þarf að minnka hlutfall vatns í deginu og ef þið notið þurr hráefni eins og hnetur, fræ og korn þá að auka hlutfall vökva í deginu


Hráefni

  • Hveiti 400g (Ég nota oftast blöndu en mæli með að gera fyrsta brauðið úr sterku hvítu hveiti td blátt hveiti frá Kornax)

  • Súr sem búið er að gefa að borða og flýtur í volgu vatni, 160ml

  • Salt 5g

  • Vatn 230ml

Aðferð

  1. Blandið öllum hráefnum saman

  2. Hnoðið vel eða þar til degið stenst rúðuprófið https://www.youtube.com/watch?v=JdXQEP-DNNY&t=17s Ég hnoða degið vanalega til að byrja með í hrærivél og klára það síðan á bekknum

  3. Látið degið hefast í skál 3,5 klst uppá bekk t.d. í hefunarskál. Ef þið eigið ekki hefunarskál er hægt að setja viskastykki og hveiti í venjulega skál. Það má einnig geyma degið inní ísskáp, þá yfir nótt t.d.

  4. Takið degið úr skálinni og sláið loftið úr því. Mótið síðan brauðið með að nýta bleytuna í deginu og bekkinn, Takið utan um degið og dragið til ykkar og ýtið þar með hliðinni lengst frá ykkur undir degið snúið deginu lítilega og endurtakið leikinn alveg þar til brauðið verður sterkt að utan. Eins og sést eftir 10:30 í þessu myndbandi

  5. Setjið degið aftur í körfuna/skálina og látið hefast með heilu hliðina upp í 5klst eða yfir nótt eins og ég geri oftast í þessu skrefi

  6. Ég baka mitt brauð ofast í steypujárnspotti en það má líka nota önnur ofnílát með loki. Ath ef brauðið er ekki nógu sterklega mótað mun það leka út í ílátinu ef pláss er til þess.

  7. Hitið ofninn í 240°C og blástur með ofplötu fulla af vatni undir ofngrindinni

  8. Skerið eina rönd í brauðið með beittum hníf og setjið í ofninn. Ef þið viljið setja fræ ofaná brauðið þá bleytið þið viskastykki og nuddið brauðið með því og dýfið brauðinu síðan í fræin.

  9. Bakið í 25 mínútur með lokið á. Takið lokið síðan af og bakið í 20 mínútur til viðbótar

  10. Takið brauðið úr ofninum og leyfið að kólna því brauðið heldur áfram að bakast eftir að það kemur úr ofninum.



Comments


bottom of page