top of page

    Fylltir sveppir á grillið

    • Writer: Baldur Sverrisson
      Baldur Sverrisson
    • Jun 25, 2020
    • 1 min read

    Updated: Dec 6, 2023

    Það er eitthvað svo gott við fyllt grænmeti. Þegar þú skellir því síðan á grillið þá getur það bara ekki klikkað. Þessir sveppir klárast alltaf þegar þeir eru gerðir og mæli ég með því að gera ráð fyrir 4 eða fleiri litlum sveppum á mann. Ég hef verið að setja gráðaost í hluta af fyllingunni en ég skrifa uppskriftina án gráðaosts þar sem það er persónubundið hve mikið fólk vill og hve sterkan gráðaost er verið að nota. Það þarf því að smakka til fyllinguna ef verið er að nota gráðaost, sem við mælum eindregið með að gera. Hægt er að drýgja fyllinguna með því að bæta meiri rjómaosti útí og nota alla stönglana úr sveppunum.


    Þessi uppskrift miðast við fyrir 10-11 meðalstóra íslenska sveppi.

    Hráefni

    • 11 meðalstórir íslenskir sveppir

    • 1 rúlla ostarúlla með blönduðum pipar frá ostahúsinu

    • 1 msk rjómaostur

    • 3 cm blaðlaukur eða 1 stk vorlaukur

    • 2/3 stönglar úr sveppunum

    • 1/2 tsk lime safi


    Aðferð

    1. Byrjið á því að fjarlægja stönglana úr sveppunum.

    2. Saxið stönglana smátt ásamt púrrulauknum.

    3. Notið gaffal til að stappa saman öll hráefnin í skál.

    4. Setjið vel af fyllingunni í hvern svepp, svo hún standi uppúr.

    5. Grillið sveppina þar til þeir eru orðnir mjúkir.





    Comments


    • Facebook
    bottom of page