top of page

    Fullorðins Baileys súkkulaðimús

    • Writer: Baldur Sverrisson
      Baldur Sverrisson
    • Nov 21, 2019
    • 1 min read

    Ég bjó þessa uppskrift til einn laugardaginn þegar mig og vini mína vantaði eitthvað fullkomið til að byrja kvöldið. Þessi eftirréttur hefur reynst gífurlega vinsæll, og hann er enn betri þegar mín heimagerða Baileys uppskrift er notuð. Ekki gleyma því að þessi uppskrift er áfeng og því ekki fyrir börn né bílstjóra.


    Hráefni

    • Súkkulaði 56-70% 100g ef þið notið venjulegt baileys í stað okkar uppskriftar mæli ég með að nota dekkra súkkulaði og meira af því

    • Smjör 50g

    • Baileys 1,5 dl

    • Egg 2 stk skipt í rauður og hvítur

    • Salt ½ tsk


    Aðferð

    1. Bræðið súkkulaðið og smjörið yfir vatnsbaði

    2. Þegar súkkulaðið er bráðnað notið þið annaðhvort handþeytara eða setjið blönduna í hrærivélina. Bætið Baileysinu útí og þeytið í 2-3 mínútur. Bætið eggjarauðunum útí og endurtakið leikinn og að lokum eggjahvítunum og salti

    3. Hellið í skálar og leyfið að stífna í ísskáp í lágmark 2 klst



    Comments


    • Facebook
    bottom of page