Það er svo ótrúlega margt hægt að gera við risottogrjón meira heldur en hið klassíska svepparisotti.
Hráefni
Aspas 1 búnt
Brokkólí ca 200 g
Sítónusafi ½ tsk
Blaðlaukur ca 10 cm bútur
Laukur 1 stk
Vatn 4 bollar
Kjúklingakraftur 1 stk (má sleppa og auka grænmetiskraftinn)
Grænmetiskraftur 1 ½ tsk
Hvítvín ½ bolli
Arborio hrísgrjón 1 ½ bolli
Sítrónubörkur af hálfri sítrónu
Parmesanostur ½ bolli og meira til að bera fram með (má vera vegan)
Aðferð
Skerið endana af aspasinum og skerið í þunnar sneiðar og blómin af brokkólínu, setjið á fat og veltið uppúr olíu, salti, pipar og sítrónusafa og bakið í ofni á 180°c í 15 mínútur
Skerið lauk og blaðlauk smátt steikið í potti uppúr olíu í 4-5 mínútur
Sjóðið vatn og bætið því saman við kjúklinga og grænmetiskraftinn og haldið heitu í öðrum potti á vægum hita
Bætið grjónunum ásamt smá olíu í potinn með lauknum og steikið í 2 mínútur
Bætið útí hvítvíninu og leyfið að sjóða niður á meðan þið hrærið reglulega
Þar næst er ½ bolla af kraftinum bætt útí í einu og leyft að sjóða niður á milli á meðan hrært er nánast stöðugt, þar til grjónin eru tilbúin. Mikilvægt er að smakka öðru hvoru grjónin og ef ykur þykir heldur sterkt grænmetis eða kjúklingateningabragð vera komið notið þá einungis vatn eftir það útí ekki kraftblönduna.
Takið af hitanum og bætið við röspuðum sítrónuberki og parmesan og smakkið til með salti og pipar
Berið fram með parmesan og t.d. kjúkling eða rækjum
Comments