top of page

    Þægilegur fiskréttur í ostasósu

    • Writer: Baldur Sverrisson
      Baldur Sverrisson
    • Apr 27, 2019
    • 2 min read

    Updated: Dec 6, 2023

    Þessi réttur er einfaldur í gerð og ostasósan er það bragðmikil að meira að segja þau sem ekki eru stórir aðdáendur fisks ættu að fíla þennan rétt. Ég set vanalega útá það grænmeti sem ég á til og finnst það gera réttinn enn betri. Grænmetið er stökkt og passar vel með. Það er þó auðvitað hægt að sleppa því ef einhverjir eru ekki hrifnir af steiktu grænmeti. Þessi réttur er pínu sterkur, það kemur með mexíkóostinum en ef ykkur þykir sósan of sterk er hægt að minnka magn mexíkó og piparostsins og setja rjómaost með í staðinn. Uppskriftin miðast við 5-6 manns.


    Hráefni


    800 gr þorskbitar

    2 stk mexíkóostar

    1 stk piparostur (Við mælum með ostarúllu með blönduðum pipar)

    Mjólk útí sósuna

    Grænmeti að eigin vali (td 1/2 brokkolí, 2 gulrætur, 1/4 haus hvítkál, og 1stk paprika)

    1 bolli (2,5 dl) hrísgrjón


    Aðferð

    1. Stillið ofninn á 180° og blástur

    2. Sjóðið hrísgrjónin í potti

    3. Raspið niður mexíkóostinn og ef þarf piparostinn, þannig bráðna þeir hraðar og minna er um kekki. Setjið það því næst útí pott með smá mjólk.

    4. Hitið ostana og mjólkina á lágum hita og hrærið reglulega, bætið mjólk útí eftir þörfum. Gott er að hafa sósuna í þynnri kantinum svo hún dreifist vel þegar henni er hellt yfir fiskinn.

    5. Skerið niður grænmetið og steikið uppúr olíu og smjöri í ca 10 mín eða þar til það er orðið heitt í gegn og aðeins byrjað að mýkjast.

    6. Setjið því næst hrísgrjónin í botninn á eldfasta mótinu og raðið fiskbitunum ofan á. Takið því næst grænmetið og dreifið því yfir og hellið að lokum sósunni vel yfir. Einnig má hafa sósuna til hliðar, það er smekksatriði.

    7. Setjið eldfasta mótið inní ofn í u.þ.b 15 mínútur eða þar til bitarnir eru orðnir lausir í sér og eldaðir í gegn (63°)








    Comments


    • Facebook
    bottom of page