top of page
Writer's pictureBaldur Sverrisson

Eggaldin Parmesan

Updated: Dec 6, 2023

Ég elska þegar ég finn góða grænmetisrétti sem eru mettandi og þægilegt að gera. Við lærðum að gera þennan rétt á Ítalíu og fórum beint heim að reyna að gera eins heima. Þessi réttur er í raun eins og einföld útgáfa af lasagne. Þægilegur að gera og svo svo góður réttur.


Hráefni

  • 2 eggaldin

  • Salt

  • Hveiti

  • Olía

  • 400g tómata passata

  • 200g rifinn Mozzarella

  • 1 bolli parmesan

Aðferð

  1. Skerið eggaldinin í þunnar sneiðar og dreifið úr þeim á bökunarplötu. Dreifið salti yfir hvern bita og bíðið í 5-10 mínútur eða þar til eggaldinið byrjar að „svitna“ þ.e. það byrjar að koma vökvi uppúr sneiðnum. Þetta losar okkur við beiska bragðið, það að taka bréf og þurrka vökvan ofan af hverjum bita

  2. Næst dreifið þið hveiti yfir sneiðarnar nóg til að það sé hveiti á hverjum og snúið þeim við og endurtakið leikinn

  3. Hitið ca 0,5 cm þykkt lag of olíu á pönnu og steikið hvern bita af eggaldini í olínunni þar til hann er byrjaður að brúnast báðum megin ca 3 mín á hvorri hlið. Leggið síðan á eldúspappír

  4. Í eldfast mót setjið þið fyrst þunnt lag af tómatasósunni þar næst kemur mozzarella, eggaldin og svo parmesan. Endurtakið þetta þrisvar og setjið síðan parmesan og mozzarella ofaná efsta lagið

  5. Setjið álpappír yfir og bakið við 180°C í 40 mínútur


Comments


bottom of page