Bananamúslí
- Baldur Sverrisson
- Oct 3, 2019
- 1 min read
Ég hef aldrei fengið múslí útí búð sem ég hef verið hrifinn af án þess að það sé annaðhvort fullt af sykri eða rándýrt, já eða bæði. Það er bara ein lausn á því vandamáli og það er að gera sitt eigið múslí. Þessi uppskrift hefur fengið tvo þumla upp frá öllum mínum helstu gagnrýnendum þannig ég skora á ykkur að prófa hvað ykkar gagnrýnendur segja.
Hráefni
Haframjöl 250g
Hnetur og fræ 250g (t.d. Pekanhentur, valhnetur og möndlur)
Chia fræ 100g
Vel þroskaðir bananar 2 stk
Kanill 3 tsk
Negull 1 tsk
Salt 1 tsk
Kókosolía 5 msk
Hlynsýróp 1 dl
Kakónibbur 200g (má nota súkkulaði ef ykkur líkar ekki við nibburnar)
Aðferð
Blandið haframjöli hnetum og fræjum í skál
Kremjið bananana með gaffli og bræðið kókosolíuna. Setjið krydd, salt kókosolíuna og hlynsýrópið útá bananana og hrærið saman
Hellið blönduni yfir haframjölblönduna og hrærið vel saman
Dreifið úr á bökunarplötu og setjið inní 180°C heitan ofn á blæstri og bakið í 35-45 minútur eða þar til blandan byrjar að brúnast. Hrærið reglulega í blöndunni
Leyfið múslíinu að kólna á plötunni áður en þið hrærið kakónibbunum saman við
Geymið í loftþéttu íláti á þurrum stað

Comments