top of page

    Auðveldur klístraður teryaki kjúklingur

    • Writer: Baldur Sverrisson
      Baldur Sverrisson
    • Mar 24, 2019
    • 1 min read

    Góður matur er ekki alltaf gífurlega flókið verkefni sem þarf að hugsa um í margar klukkustundir, stundum er nóg að nota fá hráefni og taka sér ca 15 mínútur í að elda sér frábæran kvöldverð. Það er það sem þessi réttur er, það sem tekur lengstan tíma við matseldina er að sjóða hrísgrjónin. Þetta er því frábær réttur til að grípa í þegar maður hefur lítinn tíma eða nennir einfaldlega ekki að elda


    Hráefni

    • Kjúklingur 4 bringur (eða aðrir bitar sem þið kjósið frekar)

    • Teryaki 2 dl

    • Púðursykur 1 matskeið

    • Vatn 1/2 dl

    • Hvítlaukur 3 geirar

    • Chili 1/2 pipar

    • Engifer 1/2 cm bútur

    • Sesamfræ eftir smekk

    • Vorlaukur eftir smekk

    Aðferð

    1. Skerið kjúklingin smátt (ef þið eruð með bringur eða lundir)

    2. Steikið á pönnu þar til kjúklingurinn er eldaður og setjið síðan til hliðar (ef þið eruð með leggi eða vængi eldið þá á plötu inní ofni)

    3. Rífið engiferið og skerið hvítlaukinn og chiliið smátt og setjið á pönnu ásamt teryaki og vatni

    4. Hitið að suðu og leyfið sósunni að þykkna í 2-5 mínútur

    5. Bætið kjúklingnum útí ásamt sesamfræjum og veltið uppúr sósu og sesamfræjum

    6. Takið af hitanum og bætið vorlauk saman við. Berið síðan fram með hrísgrjónum




    Comments


    • Facebook
    bottom of page