Ég elska Baileys, elska samt aðalega að nota það í matseld, gera t.d. súkkulaðimús eða ís. Þetta er öðruvísi útgáfa en það sem þú kaupir í Ríkinu.Þetta eru 2 mismunandi bragðtegundir en auðvitað má nota það súkkulaði sem er í uppáhaldi hjá hverjum og einum.
Hráefni
Rjómi 1 bolli
Súkkulaði að eigin vali 150-200g súkkulaði að eigin vali (ég hef t.d. notað mars, dökkt súkkulaði og dumle karamellur)
Sæt niðursoðin mjólk 1 dós
Viskí 1 2/3 bolli
Salt 1 tsk
Aðferð
Bræðið saman rjóma og súkkulaði
Setjið restina af hráefnunum í blandara og blandið vel
Setjið rjóma- súkkulaðiblönduna síðan útí
Comments